Eitt tilfelli inflúensu A (H1N1) hefur verið staðfest hér á landi og grunur leikur á að fjórir til viðbótar séu smitaðir. Sýni þar að lútandi verða send til rannsóknar.  Viðkomandi tilfelli eru á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Á fundi sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar í morgun var ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarstigi að svo komnu máli vegna þess að veikindi þeirra sem hlut eiga að máli eru ekki alvarleg. Hins vegar verða send út boð í dag til sóttvarnalækna landsins um að skerpa á eftirliti í heilbrigðisþjónustunni, tilkynna um grunsamleg veikindatilvik þegar í stað og taka sýni úr viðkomandi.

Öll tilfellin sem hér um ræðir eru innan sömu fjölskyldunnar. Sá fyrsti sem veiktist kom frá útlöndum fyrir um viku síðan og nú er staðfest að hann hafi fengið inflúensuna. Hinir fjórir veiktust í kjölfarið og grunur leikur á að þeir séu einnig smitaðir af inflúensu A (H1N1).
Birt:
23. maí 2009
Höfundur:
Tilvitnun:
NA „Fyrsta tilfelli inflúensu A (H1N1) greint á Íslandi“, Náttúran.is: 23. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/23/fyrsta-tilfelli-influensu-h1n1-greint-islandi/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: