Orð dagsins 10. desember 2008.

Allt kirkjustarf í Haugesund og Tysvær í Noregi er komin með umhverfisvottun norska Umhverfisvitans. Þetta þýðir að allir söfnuðir á svæðinu uppfylla sérstakar kröfur Umhverfisvitans fyrir söfnuði, en þær snúast m.a. um flokkun úrgangs, orkusparnað, innra eftirlit, innkaup á réttlætismerktum (Fair Trade), lífrænt vottuðum og umhverfismerktum vörum, svo og um umhverfisáherslur í boðskap og fræðslustarfi.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í dag
og fræðist um græna söfnuði á kirken.no 

Birt:
10. desember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kirkjustarf grænkar í Noregi“, Náttúran.is: 10. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/11/kirkjustarf-graenkar-i-noregi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. desember 2008

Skilaboð: