Orð dagsins 17. nóvember 2008

Flestar gerðir rakfroðu (raksápu í úðabrúsum) innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu. Í könnun sem danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) gerði nýlega, kom í ljós að aðeins ein tegund af 15 sem skoðaðar voru, var laus við slík efni ef marka má innihaldslýsinguna. Þrettán tegundir innihéldu ilmefni, sem geta hugsanlega valdið ofnæmi. Þar af voru þekktir ofnæmisvaldar í 6 tegundum. Sjö tegundir innihéldu efni sem vitað er að geta skaðað lífverur í vatni, þ.e.a.s. BHT, etþlhexþlglþserín eða glþserþl óleat. Sex tegundir innhéldu parabena, sem eru taldir geta truflað hormónastarfsemi líkamans. Eina rakfroðan sem kom vel út úr könnuninni var Änglamark rakfroða frá COOP.

Lesið frétt á heimasíðu IMS 14. nóvember sl.

Sjá einnig bloggfærslu Stefáns

Birt:
17. nóvember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Raksápa er varasöm“, Náttúran.is: 17. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/17/raksapa-er-varasom/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: