Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, skrifaði athyglisverða grein um olíuáform iðnaðarráðherra í Morgunblaðið í gær. Hjörleifur benti á að Stærsta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir tengist loftslagsbreytingum í kjölfar sívaxandi framleiðslu af jarðefnaeldsneyti, olíu, jarðgasi og kolum. ... að ... mörg iðnríki, þar á meðal Evrópusambandið, [hafi] sett sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 20% fram til ársins 2020 og um 50% eða meira um miðja þessa öld. Er það talið forsenda þess að stöðva hlýnun andrúmsloftsins við 2°C hækkun meðalhita.

Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hrósaði sér á Alþingi i morgun fyrir að láta ekki óvinsældir innan eigin flokks aftra sér við að taka erfiðar ákvarðanir til að skapa atvinnu og styrkja efnahag landsins. Álver í Helguvík og olíuvinnslu í Norðurhöfum. Á hinn bóginn fór iðnaðarráðherra ekki yfir hvernig stefnudirfska hans færi saman við loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

Ísland styður þessi markmið loftslagsstefnu ESB.

Fyrir sitt leyti hafði þó iðnaðarráðherra reiknað út að 25 - 40% samdráttur í losun iðnríkjanna væri ígildi 8-15% lækkun af hálfu Íslendinga fram til 2020
Birt:
22. janúar 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Norður-Íshafið, olíuvinnsla og Drekasvæðið“, Náttúran.is: 22. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/22/norour-ishafio-oliuvinnsla-og-drekasvaeoio/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: