Candida sveppasýking - einkenni og lyfjalaus meðferð
Út er komin bókin„ Candida sveppasýking - einkenni og lyfjalaus meðferð“ eftir þau Guðrúnu G. Bergmann og Hallgrím Þ. Magússon. Þessi bók kom upphaflega út árið 1995 og var svo endurprentuð 1997 og 1999. Vegna mikillar eftirspurnar er hún nú gefin út aftur en í þetta skipti betrumbætt og endurskrifuð í ljósi ýmissa nýrra rannsókna um þennan algenga en leynda kvilla.
Hér leggja Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir, og Guðrún G. Bergmann, höfundur sjálfræktarbóka, saman krafta sína og fjalla á einfaldan og auðskiljanlegan hátt um það hvað candida sveppasýking er, helstu einkenni, hversu skaðleg hún geti verið líkamanum og hvernig hægt sé að öðlast góða heilsu á ný. Bæði hafa þau persónulega reynslu af þessum kvilla, en líka víðtæka fagþekkingu.
Fjallað er um fæðusamsetningu, á hvaða tíma sólarhrings helstu líffæri okkar starfa, hvernig best sé að takast á við breyttan lífsstíl, og margt fleira sem vekur okkur til vitundar um þá staðreynd að við sjálf getum stórlega bætt líðan okkar ef við veljum að borða hollari mat, þekkja líkamsstarfsemina betur og lifa heilbrigðu lífi.
Bókin er í kiljubroti, 150 bls. og prentuð hjá Svansvottuðu prentsmiðjunni Odda. Útgefandi er Bókaútgáfan Salka.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Candida sveppasýking - einkenni og lyfjalaus meðferð“, Náttúran.is: 10. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/10/candida-sveppasyking-einkenni-og-lyfjalaus-medferd/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.