Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar þriðjudaginn 26. júní. Hjólað verður um eyjuna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og því geta allir notið ferðarinnar, hjólagarpar sem og byrjendur. Þátttakendur þurfa að mæta með eigin reiðhjól – enginn aukakostnaður vegna hjólanna.

Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15.  Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í Viðey áður en hjólaferðin byrjar. Í lokin er upplagt að tylla sér niður við Viðeyjarstofu, njóta kvöldsólarinnar yfir sundunum og fá sér hressingu áður en haldið er heim á leið kl. 22:00.

Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1000,-  fyrir fullorðna og kr. 500,-  fyrir börn 7-15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.  Hjólaferðin er ókeypis og öllum opin. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu.

Leiðsögumenn frá fjallahjólaklúbbnum sjá um ferðina og eru til í spjall um hjól og hjólreiðar.
Hrönn gsm 823-9780, Kristjana Sigmundsdóttir gsm 690-6180 og Árni Bergsson gsm 899-6948.

Ljósmynd: Viðeyjarstofa, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
June 25, 2012
Tilvitnun:
Íslenski fjallahjólaklúbburinn „Fjallahjólaklúbburinn í hjólaferð til Viðeyjar“, Náttúran.is: June 25, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/25/fjallahjolaklubburinn-i-hjolaferd-til-videyjar/ [Skoðað:April 17, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: