Ákall til þjóðarinnar - Ómar Ragnarsson í framboð?
Í viðtali við NFS í dag, sagði Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála og að hann muni skoða hvar hann kæmi helst að gagni. Ómar sagði þetta í viðtali í kjölfar fréttamannafundar sem hann boðaði til.
Á fréttamannafundinum las hann upp ákall til þjóðarinnar um að koma í veg fyrir að Jöklu og umhverfi hennar yrði sökkt í kjölfar gangsetningar Kárahnjúkavirkjunar. Ómar sagði það vel gerlegt og að fremur ætti að virkja jarðhita á Norðausturlandi til að knýja álver Alcoa á Reyðarfirði. Átta síðna aukablað með þessum hugmyndum Ómars mun fylgja Morgunblaðinu á sunnudaginn kemur.
Ómar ræddi einnig breytingar á störfum sínum hjá Sjónvarpinu en hann mun áfram vinna að dagskrárgerð og fréttum fyrir RÚV en ekki fjalla um umhverfismál.
Sjá vef Ómars Hugmyndaflug.is
Á fréttamannafundinum las hann upp ákall til þjóðarinnar um að koma í veg fyrir að Jöklu og umhverfi hennar yrði sökkt í kjölfar gangsetningar Kárahnjúkavirkjunar. Ómar sagði það vel gerlegt og að fremur ætti að virkja jarðhita á Norðausturlandi til að knýja álver Alcoa á Reyðarfirði. Átta síðna aukablað með þessum hugmyndum Ómars mun fylgja Morgunblaðinu á sunnudaginn kemur.
Ómar ræddi einnig breytingar á störfum sínum hjá Sjónvarpinu en hann mun áfram vinna að dagskrárgerð og fréttum fyrir RÚV en ekki fjalla um umhverfismál.
Sjá vef Ómars Hugmyndaflug.is
Stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands sendi í kjölfarið frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:-
„Framtak Ómars Ragnarssonar“
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna framtaki Ómars Ragnarssonar, fréttamanns, í þágu náttúruverndar á Austuröræfum og lýsa yfir stuðningi við átak hans undir slagorðinu; Ákall til þjóðar.
Ómar er einn reyndasti og virtasti fréttamaður þjóðarinnar til margra áratuga. Hann hefur með heimildarmyndum og fréttaumfjöllun um náttúruvernd og umhverfismál opnað augu kynslóða fyrir þeim gersemum sem íslensk náttúra geymir. Það er því mikill fengur að því að fá Ómar til liðs við náttúruverndarbaráttuna fyrir öræfunum við Snæfell en nú eru aðeins örfáir dagar þar til vatni verður hleypt á Hálslón.
Myndin er af Snæfelli, tekin þ. 22. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
21. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ákall til þjóðarinnar - Ómar Ragnarsson í framboð?“, Náttúran.is: 21. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/akall_omar/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 15. maí 2007