Orð dagsins 17. september 2009

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að Hvíta húsið fái vottun samkvæmt LEED-staðlinum fyrir visthæfar byggingar. Svo sem kunnugt er hefur þegar verið hafin lífræn ræktun matvæla í heimagarði hússins, og þar hefur einnig verið byggt upp leiksvæði úr endurunnum efnum. Þessu til viðbótar verður m.a. ráðist í aðgerðir til að bæta nýtingu orku og vatns, auk þess sem úrgangsmál verða tekin til gagngerrar skoðunar. Meðal annars er rætt um að setja upp skynjara fyrir lýsingu í húsinu, bæta einangrunarfilmum í rúður, setja upp vatnssparnaðarkrana og endurskoða innkaup á aðföngum. Þess verður m.a. gætt að málning og þéttiefni séu laus við rokgjörn lífræn efni, að notuð verði visthæf hreinsiefni og að allir nýtanlegir afgangar frá niðurrifi og endurbótum verði gefnir til samtaka á svæðinu.
Lesið frétt GreenerBuildings.com 14. sept. sl.

Birt:
17. september 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Stefnt að vottun um visthæfii fyrir Hvíta húsið“, Náttúran.is: 17. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/18/stefnt-ao-vottun-um-vistvaeni-fyrir-hvita-husio/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. september 2009

Skilaboð: