Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) stendur fyrir málþingi í Þjóðmenningarhúsinu þ. 16. apríl n.k. í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og Útflutningsráð Íslands. Fjallað verður um menningar- og söguferðaþjónustu á Mön, Gotlandi og á Íslandi og tækifæri til nýsköpunar á þeim vettangi hérlendis.
Dagskrá:
- 13:00 Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
- 13:10 Útflutningsráð - ferðaþjónustuverkefni - Þorleifur Þór Jónsson, forstöðumaður nýrra markaða hjá Útflutningsráði
- 13:20 Söguslóðaferðir SSF og alþjóðleg samvinna - Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SFF
- 13:30 The Story of Mann - an expression of local, national and international value - for heritage identity - Stephen Harrison MBE, menningarfulltrúi ríkisstórnarinnar á Mön og fráfarandi framkvæmdastjóri Manx National Heritage
- 14:10 Kaffihlé
- 14:25 Gotaland - The Viking Island - Dan Carlsson, aðstoðarprófessor í fornleifafræði við Háskólann á Gotalandi
- 14:55 Til fundar við Freysgoðann - Dagný Indriðadóttir, verkefnisstjóri Hrafnkelssöguslóðar
- 15:15 „Skalt þú hafa voskufl ystan klæða og undir söluvoðarkyrtil mórendan.“ - Sýning félaga SFF á klæðaburði fólks á söguöld
- 15:40 Kaffi og með því
- 16:10 Á að selja handritin? - Vésteinn Ólason, fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar
- 16:30 Menningarmatseld handa börnum - Brynhildur Þórarinsdóttir barnabókahöfundur
- 16:50 Samantekt - Skúli Björn Gunnarsson
Fundarstjóri Einar Á.E. Sæmundssson. Málþingsgjald 4.000 kr. - kaffiveitingar innifaldar. Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 2.000 kr. Skráning: Kristín Sóley Björnsdóttir, ritari SSF ksb@akmus.is.
Birt:
14. apríl 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum“, Náttúran.is: 14. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/14/soguslooir-2009-unnio-ur-arfinum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.