Hverjar eru „Fósturlandsins Freyjur“?
Verkefnið "Rural Business Women" er samstarfsverkefni fjögurra þjóða: Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Íslands, en er undir stjórn Finna. Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins stendur að og fjármagnar verkefnið ásamt þeim stofnunum sem ábyrgjast verkefnið í hverju þátttökulandi. Verkefninu er ætlað að efla atvinnusköpun kvenna í dreifbýli, sem lþtur að nýtingu náttúruauðlinda í víðum skilningi. Þá er átt við gæði lands og sjávar, jafnt hvað varðar framleiðslu og þjónustu sem byggir á náttúruauðlindum. Það er gert meðal annars með rannsóknum, fræðslu og stuðningi við smáfyrirtæki kvenna auk markaðsgreiningar og markaðssetningar náttúruafurða. Íslensku aðilarnir ákváðu að beina sjónum sínum að íslenskum jurtum og nýtingu þeirra.
Verkefnið hlaut íslenska heitið "Fósturlandsins Freyjur", sem skírskotar bæði til landsins og landgæða, en ekki síður til Frjósemisgyðjunnar Freyju og annarra máttarkvenna.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir atvinnu- og jafnréttisráðgjafi Byggðastofnunar fer með stjórn verkefnisins f.h. íslensku þátttakendanna. Guðrún Tryggvadóttir fer með skipulagsstjórn verkefna innanlands. Sjá vef Freyjanna.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hverjar eru „Fósturlandsins Freyjur“?“, Náttúran.is: 16. nóvember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/fosturlands_freyjur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 11. maí 2007