Mál til komið - transfitusýrur í þingsal
Neytendasamtökin hafa um árabil fjallað um skaðsemi transfitusýra. Fyrir ári síðan sendu samtökin erindi til umhverfisráðherra og hvöttu til þess að teknar yrðu upp sömu reglur og í Danmörku hvað varðar leyfilegt magn transfitusýra í matvælum. Í lok síðasta árs ítrekuðu Neytendasamtökin erindið við umhverfisráðherra auk þess sem heilbrigðisráðherra var sent erindið. Sjá erindi
Danska þingið setti lög um transfitusýrur árið 2003. Nú fimm árum síðar er málið komið inn á Alþingi Íslendinga. Þingmenn úr öllum flokkum hafa nefnilega lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem nú fer með málaflokkinn, verði falið að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum.
Transfitusýrur eru mjög óhollar og eins og staðan í dag er næsta vonlaust fyrir neytendur að vita hvort og hversu mikið magn transfitusýra er í hinum ýmsu matvælum. Í Bandaríkjunum er skylt að merkja magn transfitusýra á umbúðir og er það strax skref í rétta átt.
Neytendasamtökin fagna þingsályktunartillögunni og hvetja íslensk stjórnvöld til að fylgja fordæmi Dana.
Danska þingið setti lög um transfitusýrur árið 2003. Nú fimm árum síðar er málið komið inn á Alþingi Íslendinga. Þingmenn úr öllum flokkum hafa nefnilega lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem nú fer með málaflokkinn, verði falið að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum.
Transfitusýrur eru mjög óhollar og eins og staðan í dag er næsta vonlaust fyrir neytendur að vita hvort og hversu mikið magn transfitusýra er í hinum ýmsu matvælum. Í Bandaríkjunum er skylt að merkja magn transfitusýra á umbúðir og er það strax skref í rétta átt.
Neytendasamtökin fagna þingsályktunartillögunni og hvetja íslensk stjórnvöld til að fylgja fordæmi Dana.
Birt:
4. mars 2008
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Mál til komið - transfitusýrur í þingsal “, Náttúran.is: 4. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/04/mal-til-komio-transfitusyrur-i-thingsal/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.