Mál til komið - transfitusýrur í þingsal

Danska þingið setti lög um transfitusýrur árið 2003. Nú fimm árum síðar er málið komið inn á Alþingi Íslendinga. Þingmenn úr öllum flokkum hafa nefnilega lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem nú fer með málaflokkinn, verði falið að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum.
Transfitusýrur eru mjög óhollar og eins og staðan í dag er næsta vonlaust fyrir neytendur að vita hvort og hversu mikið magn transfitusýra er í hinum ýmsu matvælum. Í Bandaríkjunum er skylt að merkja magn transfitusýra á umbúðir og er það strax skref í rétta átt.
Neytendasamtökin fagna þingsályktunartillögunni og hvetja íslensk stjórnvöld til að fylgja fordæmi Dana.
Birt:
4. mars 2008
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Mál til komið - transfitusýrur í þingsal “, Náttúran.is: 4. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/04/mal-til-komio-transfitusyrur-i-thingsal/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.