Skynsamlegar ákvarðanir að engu gerðar
"Sjálfbærar veiðar"?! - athugasemd Ólafs Karvel Pálssonar við ákvörðun sjávarútvesgsráðherra
Með þessum ákvörðunum eru skynsamlegar ákvarðanir ráðherra á síðasta ári, varðandi uppbyggingu þorskstofnsins, að engu gerðar. Þær leiða til þess að fiskveiðidauði mun aukast um a.m.k. 20% og hrygningarstofninn mun vaxa 30 þúsund tonnum minna en ella hefði verið. Hrygningarstofninn mun því verða áfram í mikilli lægð og líkur á aukinni ný liðun minnka.
Sjá athugasemd Ólaf Karvels Pálssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknarstofnun við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka þorskkvót á þessu ári og því næsta.
Sjá einnig: "Sjálfbær" aukning þorskkvóta?
Friðrik J. Arngrímsson tók sæti í stjórn Hafró á þessu ári. Það er mjög athyglisvert að lesa viðbrögð hans við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aukingu á þorskkvóta um 30 þúsund tonn. Honum er létt að ráðherra hefur tekið ákvörðun sem gengur þvert á tilllögur Hafró frá síðasta vori.
Hann fagnar því sérstaklega að ráðherra skuli hafa ákveðið fyrirfram að þorskafli verði ekki minni en 160 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, þ.e. áður en Hafró hefur einu sinni gert tillögu um aflamark fyrir það ár.
Hvað erindi á þessi maður í stjórn Hafró? ...
Með þessum ákvörðunum eru skynsamlegar ákvarðanir ráðherra á síðasta ári, varðandi uppbyggingu þorskstofnsins, að engu gerðar. Þær leiða til þess að fiskveiðidauði mun aukast um a.m.k. 20% og hrygningarstofninn mun vaxa 30 þúsund tonnum minna en ella hefði verið. Hrygningarstofninn mun því verða áfram í mikilli lægð og líkur á aukinni ný liðun minnka.
Sjá athugasemd Ólaf Karvels Pálssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknarstofnun við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka þorskkvót á þessu ári og því næsta.
Sjá einnig: "Sjálfbær" aukning þorskkvóta?
Friðrik J. Arngrímsson tók sæti í stjórn Hafró á þessu ári. Það er mjög athyglisvert að lesa viðbrögð hans við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aukingu á þorskkvóta um 30 þúsund tonn. Honum er létt að ráðherra hefur tekið ákvörðun sem gengur þvert á tilllögur Hafró frá síðasta vori.
Hann fagnar því sérstaklega að ráðherra skuli hafa ákveðið fyrirfram að þorskafli verði ekki minni en 160 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, þ.e. áður en Hafró hefur einu sinni gert tillögu um aflamark fyrir það ár.
Hvað erindi á þessi maður í stjórn Hafró? ...
Birt:
17. janúar 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Skynsamlegar ákvarðanir að engu gerðar“, Náttúran.is: 17. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/17/skynsamlegar-akvaroanir-ao-engu-geroar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.