Best af því græna 2010
Á bandaríska umhverfisvefnum Treehugger.com stendur nú yfir skoðanakönnun þar sem lesendur geta valið það sem þeim finnst skara fram úr á græna sviðinu í ár. Hægt er að velja úr 8 flokkum, þ.e.; Hönnun og arkitektúr, Menning og fræga fólkið, Tækni og vísindi, Viðskipti og stjórnmál, Ferðalög og náttúran, Bílar og samgöngur, Matur og heilsa og Tíska og fegurð.
Hver hefur skarað fram úr á Íslandi í ár? Leggið endilega orð í belg og komið með hugmyndir að grænkeppni fyrir Ísland sem Náttúran.is mun síðan hrinda af stað. Nefnið fyrirtæki, stofnanir, félög, hugmyndir eða einstaklinga sem ykkur finnst hafa skarað fram úr og sýnt frumkvæði við að koma Íslandi á grænni braut. Hægt er að leggja \342\200\236orð í belg\342\200\234 hér neðst til hægri við þessa grein eða skrifa okkur á nature@nature.is.
Eins er vert að minnast á það að umhverfisráðuneytið stendur fyrir tveimur verðlaunaafhendingum á Degi umhverfisins þ. 25. apríl nk. Annars vegar er það Kuðungurinn og hins vegar ný náttúruverndarverðlaun Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti. Takið endilega þátt og tilnefnið þá sem ykkur finnst best að verðlaununum komnir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Best af því græna 2010“, Náttúran.is: 9. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/09/best-af-thvi-graena-2010/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.