Markaður á Breiðholtsdögum
Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir markaði í göngugötunni Mjódd, í tengslum við Breiðholtsdaga 2009, laugardaginn 17. október kl. 11:00 - 14:00. Þarftu að rýma geymsluna? Er bílskúrinn fullur? Sultaðir þú of mikið? Geturðu ekki borðað allar rófurnar og berin? Viltu skipta á skólabókum og plötum? Er saumaklúbburinn, kórinn, foreldrafélagið, bekkurinn eða íþróttafélagið að safna? Þetta er tilvalið tækifæri til fjáröflunar. Allir velkomnir - hvort sem þú vilt selja, gefa, kaupa, syngja, spila eða upplifa stemninguna. Seljendur panti pláss fyrir 16. október með því að senda tölvupóst til Íbúasamtakanna ibbr@visir.is.
Þátttaka kostar ekki neitt, þú kemur bara með borðið og það sem þú vilt hafa til sölu eða ef það er eitthvað sem þú vilt gefa. Hitum upp fyrir Breiðholtsdagana með Íbúasamtökunum Betra Breiðholt. Breiðholtsdagarnir (19.-25. október) verða auglýstir nánar á www.breidholt.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Markaður á Breiðholtsdögum“, Náttúran.is: 13. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/13/markaour-breioholtsdogum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.