Hópur Kóreanskra vísindamanna hafa fundið upp sólarrafhlöðu sem að gæti gert heiminn óháðari olíu en hann er nú. Uppgötvunin getur orðið til þess að hægt sé að framleiða sólarrafhlöður mun ódýrar en nú er gert og Kórea yrð þar með eitt fremsta ríki á sviði óhefðbundinna eða grænna orkuframleiðslulausna.

Lee Kwang-hee frá Gwangju Institute of Science and Technology sagði á fimmtudaginn, „Í samvinnu við Prof. Alan Heeger frá San Barbara háskólanum í Kaliforníu hefur okkur tekist að framleiða plast-sólarrafhlöðu með 6,5% orkuframleiðslugetu. Sú framleiðslugeta er nægjanlega há til að framleiðsla verði hagkvæm fyrir almennan markað.

Tilkynnt var um uppgötvunina í 13. júlí útgáfu tímaritsins Science, einu af virtustu vísindatímaritum heims. Núverandi sólarrafhlöður sem nota silcion semiconductors kosta 2 dollara og 30 cent til að framleiða eitt watt af rafmagni, sem er þrisvar til tíu sinnum dýrara en framleiðslukostnaður rafmagns frá fallvatns- og hitavatnsvirkjunum. Nýja plast-sólarsellan kostar aðeins tíu cent á watt. Hagkvæmnin í að breyta sólarorku í rafmagn yrði því um 7% fyrir almennan markað. Jafnvel 5% hagkvæmni hefur ekki enn náðst að sögn prófessors Lee.

„Við munum auka hagkvæmnina upp í 15% og eigum í viðræðum við innlenda raftækjaframleiðendur um að markaðsetja nýju sólarselluna árið 2012“ sagði hann að lokum.

Sjá nánar á biz-Tec.

Birt:
15. júlí 2007
Höfundur:
Science
Tilvitnun:
Science „Ódýrari og betri sólarrafhlöður“, Náttúran.is: 15. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/15/drari-og-betri-slarrafhlur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. júlí 2007

Skilaboð: