Aukinn viðbúnaður – allt á áætlun – enginn smitaður
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin jók viðbúnaðarstig sitt í fimm í gærkvöld. Þetta þýðir meðal annars að aðildarþjóðir WHO eru beðnar um að virkja viðbúnaðaráætlanir sínar vegna svínainflúenskunnar. Þessi breyting af hálfu WHO hefur engin áhrif hér, enda viðbúnaðaráætlun þegar virk, og hér er unnið á hættustigi (stigi 4 og 5 skv WHO).
Í dag verða fundir með viðbragðsaðilum þar sem farið verður yfir verkefni sem tilteknum aðilum er falið að leysa á hættustigi.
Haldinn hefur verið samráðsfundur á Keflavíkurflugvelli þar sem upplýsingum var miðlað og ákvarðanataka fór fram. Fræðslufundur með starfsfólki hefur einnig verið haldinn. Ekki verður gripið til innkomuskimunar þar sem fullvíst er talið að slík aðgerð þjóni litlum tilgangi.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hefur verið opnuð inflúensumóttaka og er hún mönnuð heilbrigðisstarfsmönnum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ferðamenn eiga þess kost að leita þangað hafi þeir inflúensulík einkenni.
Rétt er að taka fram að enginn hefur greinst með smit á Íslandi og sýkingar utan Mexíkó eru vægar enn sem komið er.
Upplýsingum hefur verið miðlað til heilbrigðisþjónustu og viðbragðsaðila. Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að senda sýni frá sjúklingum með inflúensulík einkenni til greiningar og leiðbeiningum um notkun veirulyfja hefur verið dreift.
Búið er að koma á sambandi við þá flugrekstaraðila sem koma að því að flytja fólk til landsins. Ætlunin er að afhenda þeim upplýsingablöð um inflúensuna sem dreift verður til flugfarþega.
Staðfest tilfelli að morgni dags 30. april 2009
Athygli er vakin á www.influensa.is
Í dag verða fundir með viðbragðsaðilum þar sem farið verður yfir verkefni sem tilteknum aðilum er falið að leysa á hættustigi.
Haldinn hefur verið samráðsfundur á Keflavíkurflugvelli þar sem upplýsingum var miðlað og ákvarðanataka fór fram. Fræðslufundur með starfsfólki hefur einnig verið haldinn. Ekki verður gripið til innkomuskimunar þar sem fullvíst er talið að slík aðgerð þjóni litlum tilgangi.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hefur verið opnuð inflúensumóttaka og er hún mönnuð heilbrigðisstarfsmönnum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ferðamenn eiga þess kost að leita þangað hafi þeir inflúensulík einkenni.
Rétt er að taka fram að enginn hefur greinst með smit á Íslandi og sýkingar utan Mexíkó eru vægar enn sem komið er.
Upplýsingum hefur verið miðlað til heilbrigðisþjónustu og viðbragðsaðila. Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að senda sýni frá sjúklingum með inflúensulík einkenni til greiningar og leiðbeiningum um notkun veirulyfja hefur verið dreift.
Búið er að koma á sambandi við þá flugrekstaraðila sem koma að því að flytja fólk til landsins. Ætlunin er að afhenda þeim upplýsingablöð um inflúensuna sem dreift verður til flugfarþega.
Staðfest tilfelli að morgni dags 30. april 2009
- 10 tilfelli á Spáni
- 3 tilfelli í Þýskalandi
- 5 tilfelli í Bretlandi
- 2 tilfelli í Frakklandi
- 19 tilfelli í Kanada
- 2 tilfelli á Kosta Ríka
- 2 tilfelli í Ísrael
- 26 tilfelli í Mexikó
- 1 tilfelli í Perú
- 14 tilfelli á Nýja Sjálandi
- 91 tilfelli í Bandaríkjunum
Athygli er vakin á www.influensa.is
Birt:
30. apríl 2009
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Aukinn viðbúnaður – allt á áætlun – enginn smitaður“, Náttúran.is: 30. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/30/aukinn-viobunaour-allt-aaetlun-enginn-smitaour/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.