Laugardaginn 7. júní kl. 14:00 opnar sýning Steingríms Eyfjörð „Lóan er komin“ í Ljósa¬fossstöð í Soginu.
Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2007 með sýninguna “Lóan er komin” og var Landsvirkjun einn af bakhjörlum þeirrar sýningar. Sumarið 2008 eru því valin verk úr sýningunni sýnd í Ljósafossstöð.
“Lóan er komin” er opin fram til 10. ágúst, virka daga frá kl. 13:00 til 17:00 og um helgar frá kl. 13.00 til 18.00.

Allir velkomnir

Um sýninguna og listamanninn:

Lóan er komin
Titill sýningarinnar kallar fram hughrif bjartsýni og eftirvæntingar meðal allra Íslendinga að afloknum vetri.  Sýningin er samsett af margvíslegu efni bæði myndefni og þrívíðum gripum sem minna á hugarheim Íslendinga í fortíð og nútíð.  Listamaðurinn dregur fram sérkenni þjóðarsálarinnar þar sem fortíðin lifir góðu lífi í nútíma samfélagi.

Steingrímur Eyfjörð (f.1954)
Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1971 til 1975 og síðar árið 1978.  Hann nam einnig myndlist í Edinborg og í Helsinki.  Árið 1980 fór hann til frekara náms við Jan Van Eyck listaháskólann í Maastricht í Hollandi.
Steingrímur hefur haldið fjölda einkasýninga heima og erlendis og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum.  Listasafn Ísland hélt yfirlitssýningu á verkum hans árið 2006.

Birt:
4. júní 2008
Höfundur:
Landsvirkjun
Uppruni:
Landsvirkjun
Tilvitnun:
Landsvirkjun „Lóan er komin í Ljósafossstöð - sýningaropnun“, Náttúran.is: 4. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/04/loan-er-komin-i-ljosafossstoo-syningaropnun/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: