YFIRLÝSING FRÁ HÓPI FÓLKS SEM LÆTUR SIG NÁTTÚRU OG LÍFRÍKI ÚLFLJÓTSVATNS VARÐA
-

Hópurinn fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að draga verulega úr áformum um frístundabyggð við Úlfljótsvatn, úr 6-700 lóðum í 60 lóðir. Hópurinn treystir því að við skipulagningu þeirra lóða verði vel gætt að náttúru og lífríki svæðisins þannig að sem minnst rask verði.
-
Þá fagnar hópurinn þeirri ákvörðun stjórnar OR að jörðin Úlfljótsvatn, sem nú er að nýju komin í fulla eigu Orkuveitu Reykjavíkur, verði áfram útivistarsvæði fyrir almenning. Einnig að festa eigi í sessi starfsemi skáta, Starfmannafélags Reykjavíkur, Bernskuskóga og Skólaskóga. Auk þess verði stutt við uppbyggingu svæðisins almennt til útivistar þannig að svæðið fái notið sín sem náttúruparadís til framtíðar. Má ætla að með samningum við aðila sé tryggt að framtíð Úlfljótsvatnsjarðarinnar verði ekki háð stundarhugmyndum ráðamanna hvers tíma og að markmið OR um náttúruvernd og aðgang almennings að svæðinu fái haldið sér.

Hópurinn vill sérstaklega þakka Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir hans framgöngu í málinu sem hann hefur fylgt eftir af einurð og einlægni. Þá vill hópurinn þakka öllum þeim einstaklingum, félagasamtökum, náttúruverndarsamtökum, sveitarstjórnarmönnum og fagstofnunum sem komu að málinu og lögðu því lið. Án allra þessara aðila er óvíst hvort náðst hefðu farsæl málalok.
Virðingarfyllst,
-
Hópur fólks sem lætur sig náttúru og lífríki Úlfljótsvatns varða
http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/

Myndin er af Skógarnesi við Úlfljótsvatn. Ljósmynd: Anna Soffía Óskarsdóttir.

Birt:
1. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Yfirlýsing - Frístundabyggð við Úlfljótsvatn“, Náttúran.is: 1. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/frist_ulfljotsv/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: