Lofslags-væn vottun í burðarliðnum
Gulrætur, tómatar, gúrkur og kartöflur verða líklega fyrstu fæðutegundirnar til að fá nýja „loftslags-væna vottun“ frá KRAV sem vottar lífræna framleiðslu og Sigull sem stendur að gæðavottun. Bæði fyrirtækin eru sænsk.
Fyrr á þessu ári lýsti fæðukeðjurisinn Tesco því yfir að fyrirtækið myndi taka upp „loftslags-væna vottun“ í samvinnu við KRAV og Sigull sem nú hafa fengið blessun sænsku umhverfis-, landbúnaðar- og neytendráðherranna. Samkvæmt skoðanakönnun myndu 73% sænskra neytenda oft eða alltaf velja vörur með slíkri vottun og 40% væru tilbúnir til að borga allt að 10% hærra vöruverð enda væri neytandinn með kaupákvörðun sinni að taka þátt í að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum af neyslu sinni.
Með vottuninni væri búið að taka tillit til allra þátta framleiðslu og dreifingar þ.e. „líftímagreiningu“ sem að annars hefur sett mörg spurningarmerki á undan og á eftir jafnvel lífrænni framleiðslu sem oft er flutt um langan veg og því óvíst hvort að sé umhverfislega betri þegar á heildina er litið vegna mikillar koltvísýringslosunar við flutningana.
Það er þó ólíklegt að slík vottun verði á dagskrá á næstunni hér á landi, enda hafa yfirvöld á Íslandi ekki lagt neina sérstaka rækt við að styðja við framgang lífrænnar ræktunar svo ekki sé harðar að orði kveðið og fólki frekar verið talið trú um að „vistvænn“ landbúnaður sé allt eins góður og hreinn, sem er auðvitað ekki rétt. Vistvænn landbúnaður er hefðbundinn gæðastýrður landbúnaður. Sjá grein hér að ofan.
Efri myndin er af merki KRAV. Á ljósmyndinni skoðar Vala lífræna tómata í Skaftholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lofslags-væn vottun í burðarliðnum“, Náttúran.is: 25. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/25/n-vottun-fast/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.