Ráðstefna um forvarnir og lífsstíl  - fyrir fagfólk og almenning verður haldið á Grand Hótel dagana 13. - 14 nóvember 2009.

Ráðstefnan er sú viðamesta forvarnar- og lífsstílsráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi. Margir þekktustu vísindamenn þjóðarinnar á sviði heilsu, læknisfræði, næringar, íþrótta ofl. eru í hópi frummælenda. Heiðurgestur ráðstefnunnar er Dr. Louis Ignarro, prófessor í lyfjafræði við Læknaskóla UCLA en hann hlaut Nóbelsverðlaun í læknis- &  lífeðlisfræði árið 1998 og var kjörinn vísindamaður ársins 2008 hjá American Heart Association.

Á ráðstefnunni verður fjallað ítarlega um helstu sjúkdóma & hvernig þeir tengjast lífsstíl okkar, þám. næringu, hreyfingu, reykingum, streitu osfrv. Þá verður fjallað ítarlega um þau margvíslegu efni – bæði góð & slæm – sem við fáum úr umhverfinu svo og möguleika Íslands á því að verða alþjóðleg heilsuparadís í framtíðinni. 

Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið yfir í nær hálft ár. Í Undirbúningsnefnd hafa setið eftirfarandi aðilar:

Dr. Sigmundur Guðbjarnason. Prófessor Emeritus í Lífefnafræði við Háskóla Íslands & fyrrum rektor Háskóla Íslands. 
Dr. Jón Óttar Ragnarsson. Fyrrum dósent & yfirmaður námsbrautar í matvæla- & næringarfræði við Háskóla Íslands.
Dr. Gunnar Sigurðsson. Prófessor í Læknisfræði & núverandi formaður Hjartaverndar.
Dr. Þórólfur Þórlindsson. Prófessor í Félagsvísindum & fyrrum forstjóri Lþðheilsustöðvar.

Einstaklingum og forsvarsmönnum samtaka er boðið að sitja og taka þátt í ráðstefnunni.

Aðgangur er ókeypis - Takmarkaður sætafjöldi. Skráning hér.

Sjá dagskrána hér að neðan:

Föstudagur 13. nóvember

1. HLUTI SJÚKDÓMAR: kl.9.00-12.30

Fundarstjóri: Inga Þórsdóttir.

09.00-09.10 Ráðstefnan sett. Jón Óttar Ragnarsson.
09.10-09.20 Ávarp ráðherra.
09.20-09.45 Offita barna Erlingur Jóhannsson.
09.45-10.10 Offita fullorðinna & sykursýki. Gunnar Sigurðsson.
10.10-10.35 Hjarta- & æðasjúkdómar. Thor Aspelund.
10.35-10.50 Kaffihlé
10.50-11.15 Heilabilunarsjúkdómar. Björn Einarsson.
11.15-11.40 Krabbamein. Jón Gunnlaugur Jónasson.
11.40-12.05 Meltingarsjúkdómar. Bjarni Þjóðleifsson.
12.05-12.30 Stoðkerfisvandamál & beinvernd. Björn Guðbjörnsson.

12.30-13.00 Matarhlé

2. HLUTI ÁHÆTTUÞÆTTIR: kl.13.00-17.10

Fundarstjóri: Halla Skúladóttir

13.00-14.00 Nitric Oxide and Heart Disease. Louis Ignarro.
14.00-14.25 Næring. Jón Óttar Ragnarsson.
14.25-14.50 Hreyfing. Janus Guðlaugsson.
14.50-15.15 Reykingar & lungnasjúkdómar. Þórarinn Gíslason.
15.15-15.30 Kaffihlé
15.30-15.55 Lífsstíll. Þórólfur Þórlindsson.
15.55-16.20 Aukaverkanir lyfja. Magnús Karl Magnússon.
16.20-16.45 Streita, geðraskanir & forvarnir. Högni Óskarsson.
16.45-17.10 Tannheilsa & forvarnir. Sigfús Þór Elíasson.

Laugardagur 14.nóvember.

3. HLUTI    MÁLSTOFUR: kl.10.00-12.30

Málstofa A Efnaumhverfi Íslendinga

Fundarstjóri: Sturla B. Johnsen.

a. Mataræði Íslendinga. Inga Þórsdóttir.
b. Snefilsteinefni í íslenskum jarðvegi & matvælum. Laufey Steingrimsdottir.
c. Efnainnihald íslenskra matvæla. Ólafur Reykdal.
d. Matvælaeftirlit á Íslandi í dag. Jón Gíslason.
e. Eiturefni í íslensku umhverfi & matvælum. Helga Gunnlaugsdóttir.
f.  Sþkla- & hormónalyf í íslenskum matvælum. Sigurður Örn Hansson.

Málstofa B Framleiðsla & þróun á Íslandi

Fundarstjóri: Sjöfn Sigurgísladóttir

a. Lífefnavinnsla & hollustuefni úr íslensku lífríki. Hörður G. Kristinsson.
b. Lyf úr íslensku lífríki. Elín Soffía Ólafsdóttir.
c. Erfðabreytt matvæli, kostir & gallar. Einar Mäntylä.
d. Jarð- & ylrækt. Magnús Á. Ágústsson.
e. Fiskeldi & ómega-3. Jón Árnason.
f . Ísland sem heilsuparadís. Grímur Sæmundsen.

12.30-13.00    Matarhlé

4. HLUTI    STEFNUMÓTUN: kl.13.00-14.30

Fundarstjóri: Guðmundur Þorgeirsson

13.00-13.30 Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu. Vilmundur Guðnason.
13.30-14.00 Forvarnir, heilbrigði & sparnaður. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir
14.00-14.30 Framtíðaráskorun. Sigmundur Guðbjarnason.

14.30-14.45 Kaffihlé.

5. HLUTI PALLBORÐSUMRÆÐUR: 14.45-17.00

Umræðustjóri: Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Gunnar Beinteinsson. Heilsuátak Actavis.
N.N. Visfræðilegt gildi matvæla.
Allir frummælendur og fundarstjórar sitja fyrir svörum ásamt með eftirfarandi aðiljum:
Lúðvíg Guðmundsson & Hjörtur Gíslason: Megrunaraðgerðir.
Karl Andersen: Fyrirbyggjandi aðgerðir með tilliti til hjartasjúkdóma.
Reynir Tómas Geirsson. Offita í meðgöngu.
Unnur Valdimarsdóttir. Krabbamein & umhverfi.

Grafík: Einstaklingar í þjóðfélaginu, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
9. nóvember 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Forvarnir og lífsstíll“, Náttúran.is: 9. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/09/forvarnir-og-lifsstill/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: