Leggjumst á eitt um að bjarga Þjórsá!
Búið er að auglýsa aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi sem gerir ráð fyrir Urriðafossvirkjun (sjá auglýsinguna).
Unnendur Þjórsár hvetja alla sem vilja leggja sitt af mörkum við að vernda Þjórsá, til að senda inn athugasemd til Flóahrepps sem fyrst. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 1. ágúst næstkomandi.
Athugið að athugasemdir verða að vera skriflegar og sendar með hefðbundnum pósti (ekki er heimilt að senda þær í tölvupósti). Nauðsynlegt er að skrifa fullt nafn og heimilisfang undir, því allir sem gera athugasemdir eiga að fá svarbréf í pósti þegar ákvörðun liggur fyrir.
Hér má sækja tilbúið bréf af thjorsa.com til að styðjast við en ráðlagt er að hver og einn skrifi sitt bréf út frá sínu brjósti.
Tekið skal fram að málið kemur öllum Íslendingum og reyndar allri heimsbyggðinni við og því er öllum heimilt að gera athugasemd, ekki einungis íbúum sveitarfélagsins, né aðeins Íslendingum!
Skoðið Þjórsárósa og legu Þjórsár á google.com. Sjá grein Valgeirs Bjarnasonar líffræðings um mikilvægi jökulsánna fyrir fiskistofnana okkar.
Birt:
Tilvitnun:
Unnendur Þjórsár „Leggjumst á eitt um að bjarga Þjórsá!“, Náttúran.is: 28. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/11/sioasti-sens-ao-bjarga-thjorsa/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. júlí 2008
breytt: 28. júlí 2008