Vegna frétta af hvítabirni í Skagafirði
Í morgun bárust þær fréttir til umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar að sést hefði til hvítabjarnar við Þverárfjallsveg, milli Sauðárkróks og Skagastrandar. Umhverfisráðherra kom þeim skilaboðum strax til lögreglu á staðnum að leitað yrði allra leiða til að fanga björninn og flytja hann á stað þar sem honum yrði óhætt og ekki stafaði hætta af honum.
Í kjölfarið leitaði starfsfólk umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ráða hjá dýralæknum og sérfræðingum stofnana, Landhelgisgæslu og Háskóla Íslands um hvort og hvernig hægt væri að fanga björninn og flytja hann í sitt rétta umhverfi. Það reyndist samdóma álit allra sem rætt var við að það myndi reynast miklum erfiðleikum háð, m.a. vegna þess að rétt deyfilyf væru ekki til á landinu. Aðgerð sem þessi er afar flókin og krefst þess að til verksins sé notuð þyrla og sérþjálfað starfsfólk. Ef svæfing heppnast þarf að flytja dýrið í neti frá þeim stað þar sem það liggur og í sérhannað búr. Flutningstími má ekki vera langur vegna þess að áhrif svæfingar fjara út og að auki geta flutningar reynst dýrinu lífshættulegir. Hvorki tækni- né sérfræðiþekking á slíkri aðgerð er fyrir hendi hér á landi.
Meðan á athugun umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar stóð upplýsti lögregla á vettvangi ráðuneyti og Umhverfisstofnun að hættuástand væri að skapast. Hvítabjörninn stefndi í átt til byggða og að menn óttuðust að missa sjónar af dýrinu vegna lélegs skyggnis. Samkvæmt lögum er lögreglu heimilt að fella hvítabjörn ef fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af. Það reyndist mat lögreglu á vettvangi að aðstæður krefðust þess að dýrið yrði fellt.
Í ljósi atburða dagsins mun umhverfisráðherra fara yfir atburðarásina með viðkomandi stofnunum og kanna hvort hægt sé að koma í veg fyrir að fella þurfi næsta hvítabjörn sem gengur hér á land
Í kjölfarið leitaði starfsfólk umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ráða hjá dýralæknum og sérfræðingum stofnana, Landhelgisgæslu og Háskóla Íslands um hvort og hvernig hægt væri að fanga björninn og flytja hann í sitt rétta umhverfi. Það reyndist samdóma álit allra sem rætt var við að það myndi reynast miklum erfiðleikum háð, m.a. vegna þess að rétt deyfilyf væru ekki til á landinu. Aðgerð sem þessi er afar flókin og krefst þess að til verksins sé notuð þyrla og sérþjálfað starfsfólk. Ef svæfing heppnast þarf að flytja dýrið í neti frá þeim stað þar sem það liggur og í sérhannað búr. Flutningstími má ekki vera langur vegna þess að áhrif svæfingar fjara út og að auki geta flutningar reynst dýrinu lífshættulegir. Hvorki tækni- né sérfræðiþekking á slíkri aðgerð er fyrir hendi hér á landi.
Meðan á athugun umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar stóð upplýsti lögregla á vettvangi ráðuneyti og Umhverfisstofnun að hættuástand væri að skapast. Hvítabjörninn stefndi í átt til byggða og að menn óttuðust að missa sjónar af dýrinu vegna lélegs skyggnis. Samkvæmt lögum er lögreglu heimilt að fella hvítabjörn ef fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af. Það reyndist mat lögreglu á vettvangi að aðstæður krefðust þess að dýrið yrði fellt.
Í ljósi atburða dagsins mun umhverfisráðherra fara yfir atburðarásina með viðkomandi stofnunum og kanna hvort hægt sé að koma í veg fyrir að fella þurfi næsta hvítabjörn sem gengur hér á land
Birt:
3. júní 2008
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Vegna frétta af hvítabirni í Skagafirði “, Náttúran.is: 3. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/03/vegna-fretta-af-hvitabirni-i-skagafiroi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.