Morgunverðarfundur
Framtíðarlandið bíður til morgunverðarfundar þ. 13. júní, um arðsemi stóriðju. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, húsið opnar kl. 08:00, dagskrá hefst 08:30 og lýkur kl. 09:30.
Atvinnulífshópur Framtíðarlandsins tók fyrr á árinu saman skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði. Þar er þeirri spurningu svarað hvort framkvæmdirnar hafi verið réttar og skynsamlegar miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónarmið og hagstjórn.
Framtíðarlandið efnir til kynningar á skýrslunni og pallborðsumræðna um innihald hennar á fundinum í fyrramálið. Jafnframt má búast við líflegum umræðum um arðsemi þeirra framkvæmda sem nú standa fyrir dyrum.Þátttakendur í pallborði verða:
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra
- Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
- Stefán Pétursson, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar
- Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans
Umræðum stjórnar Hafliði Helgason, blaðamaður.
Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Framtíðarlandsins www.framtidarlandid.is
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
Birt:
12. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Morgunverðarfundur“, Náttúran.is: 12. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/12/morgunverarfundur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007