Sólstöðudagskrá í Hallgrímskirkju til verndar íslenskri náttúru
Sól í myrkri - hugvekja Náttúruvaktarinnar við vetrarsólstöður verður haldin í Hallgrímskirkju þ. 21. 12. kl. 20:00.
Þegar nóttin er lengst og dagurinn stystur - kveikjum við ljós í myrkri - minnumst íslenskrar náttúru og sækjum kraft fyrir komandi tíma.
-
Heiðursgestir kvöldsins eru Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson.
Tónlist flytja m.a. Ellen Kristjánsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Megas og Súkkat, Bryndís Halla Gylfadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Elísabet Waage, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Hugvekjur og ljóð flytja Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Pétur Gunnarsson rithöfundur, séra Birgir Ásgeirsson, Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
-
Náttúruvaktin hvetur alla náttúruunnendur til að koma og njóta hugvekjunnar í Hallgrímskirkju.
Aðgangseyrir er enginn, en tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
-
Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sólstöðudagskrá í Hallgrímskirkju til verndar íslenskri náttúru“, Náttúran.is: 16. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/solstodudagskra/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 15. maí 2007