Alþingi hefur samþykkti framlengingu ákvæðis um lækkun gjalda af vistvænum ökutækjum.  Um er að ræða lög nr.175 2008, þar sem veitt er undaný ága frá greiðslu vörugjalda af umhverfisvænum ökutækjum eins og metanbifreiðum. 


Það er fagnaðarefni að Alþingi hafi samþykkt þessi lög enda eru þau mikilvæg í þeirri viðleiti að gera samgöngur á Íslandi vistvænni. Lögin stuðla að því að umhverfisvænar bifreiðar verði samkeppnishæfari í verði og því ákjósanlegri. Með fjölgun metanbifreiða eykst nýting á innlendri orku sem skapar störf og sparar gjaldeyri. 

Heimild:
Þingskjal 455, 136. löggjafarþing 247. mál: virðisaukaskattur, vörugjald o.fl. (framlenging ákvæða um lækkun gjalda af vistvænum ökutækjum).
Lög nr. 175 30. desember 2008.  (BMG)
Hér má sjá myndefni frá flutningi frumvarpsins á Alþingi:

Sjá staðsetningu Metans hf. hér á grænum síðum.

Birt:
25. janúar 2009
Uppruni:
Metan hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Alþingi fellir niður vörugjöld af metanbílum“, Náttúran.is: 25. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/24/althingi-fellir-niour-vorugjold-af-metanbilum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. janúar 2009
breytt: 25. janúar 2009

Skilaboð: