Í dag opnaði sýningin „Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist“ að Kjarvalsstöðum en á sýningunni eru mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist.

Sýningin spannar allt frá ljósmyndum frá fyrri hluta tuttugustu aldar til innsetninga sem ungir og þekktir, íslenskir listamenn hafa gert. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin var fyrst á dagskrá á Bozar í Brussel á hátíðinni Iceand on the Edge 2008. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík en hún stenur út Listahátíð og allt fram til 31. ágúst.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:
Anna Hallin , Daníel Þorkell Magnússon, Gjörningaklúbburinn, Halldór Ásgeirsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Ólafur Elíasson, Olga Bergmann, Pétur Thomsen, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðjónsson, Spessi og Vigfús Sigurgeirsson.

Myndin er eftir Daníel Þorkel Magnússon og er frá árinu 2001.
Birt:
18. maí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Draumar um ægifegurð í íslenskri nútímalist“, Náttúran.is: 18. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/18/draumar-um-aegifeguro/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: