Draumar um ægifegurð í íslenskri nútímalist
Í dag opnaði sýningin „Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist“ að Kjarvalsstöðum en á sýningunni eru mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist.
Sýningin spannar allt frá ljósmyndum frá fyrri hluta tuttugustu aldar til innsetninga sem ungir og þekktir, íslenskir listamenn hafa gert. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin var fyrst á dagskrá á Bozar í Brussel á hátíðinni Iceand on the Edge 2008. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík en hún stenur út Listahátíð og allt fram til 31. ágúst.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:
Anna Hallin , Daníel Þorkell Magnússon, Gjörningaklúbburinn, Halldór Ásgeirsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Ólafur Elíasson, Olga Bergmann, Pétur Thomsen, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðjónsson, Spessi og Vigfús Sigurgeirsson.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Draumar um ægifegurð í íslenskri nútímalist“, Náttúran.is: 18. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/18/draumar-um-aegifeguro/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.