Blái herinn var stofnaður árið 1998 og hefur beitt sér fyrir margvíslegum umhverfisverkefnum, einkum hvað snertir hreinsun strandlengjunnar og sjávar. Blái herinn hreinsar hafnir og strandlengjuna af hvers kyns rusli, spilliefnum og öðru því sem mengað getur hafið.

Árið 2003 hlutu samtökin Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar. Árið 2004 hlutu þau Umhverfisviðurkenningu Pokasjóðs og Ungmennafélags Íslands. Að þessu sinni vill Blái herinn víkka út athafnasvið sitt og virkja alla landsmenn til allsherjar hreinsunarátaks.

Blái herinn hefur frá 1998 verið leiðandi í fjölmörgum hreinsunarverkefnum út í náttúrunni sem skilað hafa geysilega miklu magni af endurvinnanlegum efnum til móttökustöðva. Hér eru upptalin nokkur verkefna Bláa hersins:

  • eins og 25 tonnum af olíublautum þara í Hvalnesfjöru eftir strand Wilson Muuga
  • yfir 90 rafgeymum af hafsbotni
  • um 300 hjólbörðum af hafsbotni
  • yfir 40 tonnum af drasli af hafsbotni
  • um 250 tonnum af járnarusli úr strandlengju landsins
  • um 25 tonnum af veiðarfærum úr fjörum landsins
  • haldið tugi fyrirlestra um baráttu okkar fyrir bættri umgengni við umhverfið
  • heimsótt fjöldann allan af leikskólum og frætt yngstu börnin um hafið og lífið þar
  • fengið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir störf sín
  • verið í tvígang að keppa um umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs (2003,2004)
  • endurbyggt gamlan hertrukk fyrir verkefni okkar, trukkur sem getur allt
  • heimsótt fjölmargar sveitarstjórnir til að hvetja til hreinsunarátaka
  • skrifað ómælt magn af hvatningarbréfum til ráðamanna þjóðarinnar og fleiri
  • var hvatamaður þess að Hringrás opnaði starfsstöð í Helguvík og þangað hafa komið mörg þúsund tonn í endurvinnslu.
  • Reykjanesbær hefur hvatt til umhverfisátaks síðast liðin ár með frábærum árangri sem önnur sveitarfélög hafa fylgt á eftir með góðum árangri
  • mjög sérstakt söfnunarverkefni á vegum BH, Kölku og SSS skilaði um 20 tonnum af rafgeymum í endurvinnslu sem annars hefðu legið áfram í náttúrunni, fyrir dýra og manna fótum. Blái herinn átti veg og vanda af þessu verkefni.
Kynningarexti og mynd af vef Bláa hersins.
Birt:
26. desember 2007
Höfundur:
Blái herinn
Tilvitnun:
Blái herinn „Blái herinn hreinsar strendur og sjó“, Náttúran.is: 26. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/26/blai-herinn-hreinsar-strendur-og-sjo/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: