Afhverju verða laufin rauð?
Nú eru dagarnir farnir að styttast og lauf falla af trjánum og mynda mikla litadýrð. Tré sem hafa rauð lauf eru ávallt falleg, en rauði liturinn getur gefið í skyn að tréð vaxi í nánast dauðum jarðvegi.
Emily M. Habinck, fyrrverandi nemi við háskólann í Norður-Karolínu, komst að því að á stöðum þar sem jarðveg skortir köfnunarefni og önnur nauðsynleg frumefni, mynda trén meira af rauðum litarefnum, þekkt sem antósþanín.
Þessi uppgötvun styður tilgátu grasafræðingsins William Hoch, að aukning á framleiðslu antósþanín í trjám sem hafa rauð laufblöð, sé vörn trésins gegn sólarljósi. Slík vörn gefur trénu meiri tíma til að öðlaust nauðsynleg næringarefni sem bæta upp fyrir kostnaðinn sem þarf til að mynda rauða litarefnið.
Emily M. Habinck, fyrrverandi nemi við háskólann í Norður-Karolínu, komst að því að á stöðum þar sem jarðveg skortir köfnunarefni og önnur nauðsynleg frumefni, mynda trén meira af rauðum litarefnum, þekkt sem antósþanín.
Þessi uppgötvun styður tilgátu grasafræðingsins William Hoch, að aukning á framleiðslu antósþanín í trjám sem hafa rauð laufblöð, sé vörn trésins gegn sólarljósi. Slík vörn gefur trénu meiri tíma til að öðlaust nauðsynleg næringarefni sem bæta upp fyrir kostnaðinn sem þarf til að mynda rauða litarefnið.
Margir hafa dáðst að fegurð rauðra laufblaða. En þegar betur er að gáð þá kemur ýmislegt í ljós. Tréð er einfaldlega að segja okkur að jarðvegurinn sé ekki nógu góður - eða að tréð sé einfaldlega að verjast sólarljósinu.
Frétt af Treehugger.com
Mynd af Treehugger.com
Birt:
29. október 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Afhverju verða laufin rauð?“, Náttúran.is: 29. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/28/afhverju-ver-laufin-rau/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. október 2007
breytt: 29. október 2007