Vonda samviskan virkjuð í þágu kolefnisbindingar
Í gær var Kolviðarverkefnið kynnt í Þjóðminjasafni Íslands. Kolviður er kolefnissjóður, stofnaður að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands og Landverndar. Upphaflegu hugmyndina má rekja til tónleika er pönkhljómsveitin Fræbbblarnir hélt árið 2003 í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Íslands.
Hugmyndafræði Kolviðar byggir á skógrækt, alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að sporna gegn áhrifum koldíoxíðsútblásturs. Hlýnun andrúmsloftsins er að stórum hluta rakin til losunar koldíoxíðs (CO2). Tré vinna koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Þau binda kolefnið (C) og leysa súrefni (O2) út í andrúmsloftið. Fyrsta skógræktarland Kolviðar verður Geitasandur á Suðurlandi. Starfsemi Kolviðar verður vottuð af KPMG endurskoðun.
Sjá kynningar og frétttatilkynningu á kolvidur.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vonda samviskan virkjuð í þágu kolefnisbindingar“, Náttúran.is: 17. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/05/vonda-samviskan-virkju-gu-kolefnisbindingar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. maí 2007
breytt: 6. maí 2007