Fundur gegn áformum Landsvirkjunar um þrjár virkjanir með tilheyrandi lónum í neðri hluta Þjórsár, mitt í blómlegum byggðum Suðurlands. Áhrifasvæði þessara framkvæmda nær allt frá Þjórsárdal til sjávar.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sunnudagurinn 11. 02. 2007, kl: 15:00.


Á dagskrá verður meðal annars einstök mynd Ómars Ragnarssonar um Þjórsá, ávarp heimamanna um nágranna sinn Þjórsá, tónlistaratriði Labba í Mánum og Björgólfur Thorsteinsson mun fjalla um verðgildi náttúrunnar. Fundarstjóri verður Svanborg R. Jónsdóttir nýsköpunarkennari.
-
„Stöðvum þessa helför gegn Íslandi - við höfum landið aðeins að láni!“
Fjölmennum og sýnum samstöðu.
Sól á Suðurlandi og Náttúruverndarsamtök Suðurlands.
-
Sjá nánar um fyrirhugaðar virkjanir og áhrifasvæði þeirra (af vef Landsvirkjunar): Urriðafossvirkjun , Hvammsvirkjun og Holtavirkjun
Mynd: Sól á Suðurlandi í maí. Ljósmynd: Guðrún Tryggavdóttir.

Birt:
6. febrúar 2007
Höfundur:
Sól á Suðurlandi
Tilvitnun:
Sól á Suðurlandi „Tilkynning frá Sól á Suðurlandi - Fundur gegn áformuðum Þjórsárvirkjunum“, Náttúran.is: 6. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/fundur_gegn_tjorsarvirkjun/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007

Skilaboð: