Umhverfi og nýsköpun á afmæli Norræna hússins
Um þessar mundir heldur Norræna húsið upp á 40 ára afmæli sitt. Afmælisveislan í Vatnsmýrinnil er stórbrotin og enn einn vitnisburður um það að Norræna húsið lifir sem aldrei fyrr. Það er því hverju öðru sannara að allt sé fertugum fært.
Dagskráin í kvöld hefst kl. 20:00 og ber heitið „Umhverfi og nýsköpun“ og tengist ártalinu 1998 en afmælisveislunni er skipt niður á áratugi og á dagskráin að gefa mynd af áherslum í menningu og þjóðfélagsumræðu hvers tímabils fyrir sig. Umhverfismálin voru ofarlega á baugi árið 1998 en spurt er hvort árangur hafi náðst?
Prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon og Andri Snær Magnason rithöfundur gefa álit. Hjaltason spilar tónlist og sænska fjöllistakonan Charlotte Engelkes sýnir brot úr einleiknum Sweet.
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Umhverfi og nýsköpun á afmæli Norræna hússins“, Náttúran.is: 27. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/27/umhverfi-og-nyskopun-afmaeli-norraena-hussins/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.