Orsakir tíðaverkja eru óljósar. Sumar konur þjást af sjúkdómum og sýkingu í æxlunarfærum sem leiða til tíðaverkja, en það á einungis við um fáar þeirra kvenna sem þjást af tíðaverkjum. Einkennin eru yfirleitt þau sömu hver sem orsökin er. Verkirnir geta verið mjög sárir og konur þurfa að leggjast í rúmið meðan verstu kramparnir ganga yfir. Yfirleitt eru verkirnir verstir degi fyrir blæðingar og á fyrsta degi blæðinga.

Jurtir gegn tíðaverkjum

Úlfarunni, vallhumall, kamilla, tágamura og búrót.
Ef miklar blæðingar fylgja verkjunum er gott að nota maríustakk með einhverjum af ofantöldum jurtum.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn tíðaverkjum
3 x úlfarunni
1 x vallhumall
1 x tágamura
og maríustakkur eða lakkrísrót eftir þörfum.

Takið jurtirnar frá fjórtánda degi tíðahrings, tvisvar til þrisvar á dag og oftar meðan verkir eru. Jurtirnar hafa ekki aðeins verkjastillandi áhrif, heldur koma þær jafnvægi á slímhúð og vöðva legs þannig að eftir nokkurra mánaða inntöku minnka tíðaverkirnir mikið eða hverfa jafnvel alveg.
Te af hindberjablöðum er gott fyrir konur sem þjást af tíðaverkjum.
Drekkið teið tvisvar á dag allan tíðahringinn.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Tíðaverkir“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/taverkir/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: