Hjólreiðavangur í Skálafelli
Skálafell Bike Park
Lyftur í Skálafelli hafa verið opnaðar til að ferja hjólreiðamenn upp á topp en öllum er frjálst að nýta sér lyfturnar til að komast upp á topp til að ganga eða njóta útsýnis. Greiða þarf í lyfturnar og kostar dagskort kr. 2.000, síðustu tveir tímarnir kr. 1.300 og stök ferð kr. 500.
Þá stendur einnig til að lagfæra slóða sem liggja frá svæðinu til að auðvelda hjólreiðamönnum að hjóla niður í Kollafjörð, yfir í Heiðmörk, í Kjós og á Þingvelli.
Svæðið verður opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.
Nánari upplýsingar á www.tinyurl.com/skalafell.
Birt:
19. ágúst 2010
Tilvitnun:
Reykjavik.is „Hjólreiðavangur í Skálafelli“, Náttúran.is: 19. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/19/hjolreidavangur-i-skalafelli/ [Skoðað:6. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.