Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði
Á laugardaginn 19 júlí verður Skógar- og útivistarhátíð fjölskyldunnar í Hafnarfirði.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Kaldársvegi:
Kl. 14:00 – Hugvekja í Bænalundi, Höfðaskógi - séra Gunný ór Ingason flytur hugvekju. Að hugvekju lokinni verður gengið undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar garðyrkjumanns frá Bænalundi gegnum Höfðaskóg og meðfram Hvaleyrarvatni inn í Seldal þar sem vígður verður minnisvarði um Björn Árnason.
Sjá dagskrána hér að neðan:
Kl. 16.00 – 17.00 – Kaffiveitingar í Selinu. Skógræktarfélagið býður gestum upp á kaffiveitingar í bækistöðvum félagsins og gróðrarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg.
Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn og mun hann standa yfir í allt sumar og verður hægt að fá kort í Skógræktarstöðinni.
Við Hvaleyrarvatn:
Kl. 14.30-16.30 - Grillið. Heitt verður í kolunum og getur hver og einn komið með eitthvað á grillið. Þórður Marteinsson leikur á harmonikkuna. Bátar verða á vatninu.
Kl. 14.30-15.30 - Leikir. Hraunbúar verða með leiki og poppa á opinni glóð.
Kl. 15.00-16.00 - Skátalundur, skáli St. Georgsgildis. Gildisskátar bjóða upp á kaffi og vöfflur í skálanum Skátalundi við Hvaleyrarvatn.
Sörlastaðir við Kaldárselsveg:
Kl. 15.00-16.00. Íshestar og Sörli verða með hesta í gerðinu við Sörlastaði og verður teymt undir börnum.
Hægt að veiða í Hvaleyrarvatni allan daginn!
Birt:
18. júlí 2008
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar „Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði “, Náttúran.is: 18. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/skogar-og-utivistardagur-fjolskyldunnar-i-hafnarfi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.