Rödd þjóðarinnar - Karaókímaraþón fyrir orkuaðulindirnar
Á þréttándanum lætur þjóðin rödd sína heyrast. Í Norræna húsinu og um allt land ætlar landsþekkt tónlistarfólk og áhugafólk að stíga á stokk og flytja orkumikinn óð til náttúrunnar. Eru allir hvattir til að taka þátt og syngja sitt uppáhaldslag í stærsta karaókíi Íslandssögunnar.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði að vart skyldi sniðganga áskorun sem 15 % kosningarbærra þegna skrifa undir. Nú þegar hafa safnast rúmar 20.000 undirskriftir á áskorun á orkuaudlindir.is um að stjórnvöld taki mark á ósk þjóðarinnar um orkuauðlindirnar. Maraþonsöngurinn heldur áfram þar til 15 % er náð; Þegar 35.000 Íslendingar hafa skrifað undir !
Óskin er einföld:
Náttúruauðlindir Íslands í eigu og lögsögu almennings !
Allir sem bera hag landsins fyrir brjósti eru hvattir til að láta í sér heyra. Laglausir og lagvissir, karókísöngvarar, áhugafólk og stórsöngvarar um allt land leggjast á eitt til að halda söngnum áfram í minnst þrjá daga við lifandi hljóðfæraleik og undirspil karaókívéla og sjálfspilandi pípuorgels.
Tónlistarfólk er hvatt til að senda inn stafrænar upplýsingar (midi) um lögin sín til tæknimanns karaókísins á orkuaudlindir@gmail.com. Nánari upplýsingar um viðburðinn verða sendar út á nýju ári !
Að þessum viðburði koma margir aðilar með hjálparhendur, hyggjuvit og hugmyndaflæðiði;.Björk & aðstandendur síðunnar orkuaudlindir.is, nemendur Listaháskólans, tónlistar- og leikhúsfólk og Norræna húsið.
Ljósmynd: Borholustrókur á Hellisheiði, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Rödd þjóðarinnar - Karaókímaraþón fyrir orkuaðulindirnar“, Náttúran.is: 23. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/23/rodd-thjodarinnar-karaokimarathon-fyrir-orkuadulin/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.