Tillaga að náttúruverndaráætlun 2009-2013 verður til umfjöllunar á 11. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Á fundinum mun Sigurður Á. Þráinsson úr umhverfisráðuneytinu fjalla um áherslur í áætluninni og dr. Hilmar J. Malmquist fjallar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, kosti hennar, galla og efndir.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 4. febrúar kl. 12:00 til 13:30.

Sjá frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins um náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Kort: Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun
Fjöldi svæða sem friðlýst hafa verið á grundvelli náttúruverndarlaga eða með sérlögum til náttúruverndar er nú 97 og þau ná yfir tæplega 20% af flatarmáli Íslands.
Birt:
30. janúar 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Stefnumót um náttúruverndaráætlun“, Náttúran.is: 30. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/30/stefnumot-um-natturuverndaraaetlun/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. febrúar 2009

Skilaboð: