Óbreytt ástand: Hverjum í hag?
Nýtt landslag - nýjar áskoranir - Staða landbúnaðar á Íslandi í breyttum heimi. Ráðstefna á Bifröst föstudaginn 13. apríl.
Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í ríkjandi þróun landbúnaðarumhverfisins hér á landi og útí heimi; hvetja til uppbyggilegrar umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags; ræða framtíðargildi breyttrar eða óbreyttrar landbúnaðarstefnu; og að lokum, þau tækifæri sem liggja inn í framtíð. Liggur framtíðin í óbreyttu ástandi? Ef ekki, hverju þarf að breyta í núverandi landbúnaðarstefnu til að tryggja bændum eðlileg kjör og sókn til fjölþættari atvinnutækifæra, - innan eða utan ESB? Eru bændur sáttir við status-quo? Hver er sýn bænda inn í framtíð?
Nokkrar spurningar sem leitast verður við að svara: Hverjir eru kostir og gallar núverandi fyrirkomulags; hverjir eru valkostir neytenda; hvernig er hægt að tryggja að hagsmunir bænda og neytenda fari saman eða er það óhjákvæmilegt að takmarka val neytenda til að gæta hagsmuna bænda? Hvaða leiðir má fara til að tryggja þokkalega afkomu bænda og sátt við neytendur og samfélagið? Viljum við hamla á móti ríkjandi þróun - eða laga hana að breyttum aðstæðum? Hvaða áhrif hefur aðild Íslands að WTO? Hver er þróunin þar innan og er sú þróun langt frá þeirri þróun sem á sér stað innan ESB? Hvaða áhrif hefur það á stöðu íslenskra bænda náist samkomulag um nýtt regluverk innan WTO?
Einnig verður komið inn á umræðuna um sjálfbærni, endimörk vaxtar í takmörkuðum heimi", siðferði, vistspor, lífræna framleiðsla, iðnaðarlandbúnað, fæðuöryggi og „grenndar"-framleiðslu.
Sérfræðingar á sviði landbúnaðar-, neytenda- og matvælamála halda fyrirlestra og hagsmunaðilar úr ólíkum undirgreinum atvinnugreinarinnar segja frá reynslu sinni.
Dagskrá föstudaginn 13. apríl
Fyrirlesarar
- 10.30 - 10.40 Bryndís Hlöðversdóttir Rektor Háskólans á Bifröst
- 10.40 - 11.05 Þórólfur Matthíasson Hagfræðingur, prófessor, Háskóla Íslands
- 11.05 - 11.35 Veli-Pekka Talvela Yfirmaður alþjóðamála í landbúnaðar- og skógræktarráðuneyti Finnlands
- 11.35 - 12.00 Daði Már Kristófersson Náttúruauðlindahagfræðingur, dósent við Háskóla Íslands
- 12.00 - 12.30 Kristín Vala Ragnarsdóttir Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
- 12:30 - 13:30 Hádegismatur
- 13:30 - 15:30 Ýmis erindi
Neytendasamtökin - Brynhildur Pétursdóttir, Neytendasamtökin (NS)
Landssamband Kúabænda - Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK
Lífræn ræktun og matvælaframleiðsla - Eygló Björk Ólafsdóttir, Móðir Jörð, Vallanesi
Fulltrúar launþega - Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Sauðfjárræktin - Sindri Sigurgeirsson, sauðfjárbóndi
15:30–16:30 Hringborðsumræður (panel)
Birt:
Tilvitnun:
NA „Óbreytt ástand: Hverjum í hag?“, Náttúran.is: 6. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/05/obreytt-astand-hverjum-i-hag/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. apríl 2012
breytt: 6. apríl 2012