NSÍ leggja fram athugasemd við frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Skoða verður frumvarpið í samhengi við loftslagsstefnu ríkisstjórnar Íslands og samningsmarkmið Íslands á 3. fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar sem haldinn verður í Bali, Indónesíu 3. – 14. 12. 2007 og næstu tveggja funda þar á eftir. Mikilvægt er að hafa hugfast að stefnt er að því að á 5. fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar árið 2009, sem væntanlega verður haldinn í Kaupmannahöfn, náist samkomulag um næsta skuldbindingartímabil Kyotobókunarinnar.
-
Skoða athugasemd NSÍ.
Birt:
13. mars 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „NSÍ leggja fram athugasemd við frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda“, Náttúran.is: 13. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/nsi_athugasemdvidfrumvarp/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007