Skólagarðarnir, heilbrigt og skemmtilegt sumarstarf
Náttúran.is fór í heimsókn í Skólagarða Reykjavíkur á dögunum, nánar tiltekið í Skerjafjörðinn. Þar voru krakkarnir á fullu við að setja niður grænmeti, kryddjurtir og blóm en öll gróðursetningin fór fram nú í vikunni 7.-15. júní. Hverjum einstaklingi er úthlutað 34 plöntum, 10 tegundum af forræktuðu grænmeti, 3 stk. af 2 tegundum af kryddjurtum og 3 sumarblóm. Þau fá einnig 32 stk. af forspíruðum premier kartöflum, innan handar eru svo leiðbeinendur sem að aðstoða krakkana við umhirðu garðanna. Hvert barn fær 18 fermetra garð sem að þau sjá alfarið um allt sumarið en Skólagarðarnir eru opnir til 17. ágúst.
Mikilvægt er að krakkarnir séu virkir fyrstu vikurnar á meðan á gróðursetningu stendur. Þó að aðaláherslan sé lögð á umhirðu garðanna eru líka haldnir skemmtidagar þar sem farið er í ferðir eða eitthvað skemmtilegt gert með krökkunum.
Við munum fylgjast áfram með krökkunum í sumar.
Myndirnar eru t.v. Kamilla undirbýr blómabeðið, t.h. Sigrún Birta og Kolbrún reyta arfa
Ljósmyndir: Vala Smáradóttir
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Skólagarðarnir, heilbrigt og skemmtilegt sumarstarf“, Náttúran.is: 15. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/15/sklagararnir/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. september 2010