Í dag var tilkynnt um að Erlendur Björnsson bóndi í Seglbúðum við Kirkjubæjarklaustur hljóti umhverfisverðlaun ELO samtakanna 2010 \342\200\236European Landowner's Organization\342\200\234 fyrir uppgræðslu lands.

Erlendur hefur unnið að þessu verkefni í tengslum við verkefnið \342\200\236Bændur græða landið" í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Verðlaunin verða afhent á ráðstefnu ELO á morgun. Bændur græða landið er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda en Erlendur hóf uppgræðslustarfið árið 1982.

Síðustu árin hafa ELO samtökin staðið fyrir afhendingu umhverfisverðlaunanna í samvinnu við Evrópuráðið, háskóla og rannsóknastofnanir. Markmið þeirra er að hvetja menn til að leita nýrra leiða við verndun landgæða og vekja athygli á mikilvægi jarðvegs og umhverfisverndar.

Birt:
15. mars 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Erlendur Björnsson fær umhverfisverðlaun ELO“, Náttúran.is: 15. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/15/erlendur-bjornsson-faer-umhverfisverolaun-elo/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: