Nefnd forsætisráðherra um auðlindastefnu boðar til málþings í Hörpu, föstudaginn 22. júní frá kl. 9 til 12 í salnum Rímu.

Á málþinginu mun Arnar Guðmundsson formaður nefndarinnar kynna drög að skýrslu nefndarinnar og helstu tillögur um auðlindastefnu.

Sérstakur gestur málþingsins og fyrirlesari er Philip J. Daniel, yfirmaður skattastefnusviðs Alþjóða gjaldeyrissjóðins og sérfræðingur í skattlagningu auðlinda.

Dr. Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, er sérfræðingur í umhverfis- og auðlindahagfræði og hann mun gefa yfirlit yfir helstu sjónarmið sem taka þarf tillit til við gerð auðlindastefnu og rýna í tillögu auðlindastefnunefndarinnar.

Þingflokkum hefur verið boðið að halda stutta framsögu um stefnu síns stjórnmálaflokks í auðlindamálum.

Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna.

Fundarstjóri er dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Dagskrá ráðstefnunnar í Hörpu, föstudaginn 22. júní

9:00   Arnar Guðmundsson, form. Auðlindastefnunefndar kynnir skýrsluna
9:30   Dr. Daði Már Kristófersson rýnir í tillögur nefndarinnar
10:00  Kaffihlé
10:15  Philip Daniel fjallar um leiðir við skattlagningu auðlinda
10:55  Fulltrúar þingflokka fjalla um málið í 3-5 mín hver.
Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni,
Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Samfylkingunni og Bergur Sigurðsson frkvstj. Þingflokks VG.
11:30  Spurningar og umræður
Birt:
21. júní 2012
Höfundur:
Tilvitnun:
NA „Málþing um auðlindastefnu“, Náttúran.is: 21. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/21/malthing-um-audlindastefnu/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: