Verk Samúels í Selárdal endurnýjuð
Listamaðurinn Gerhard König hefur undanfarin sumur unnið að því að gera við verk Samúels Jónssonar í Selárdal við Arnarfjörð. Verkin voru orðin illa veðruð og nálægt algerri eyðileggingu.
Í kvöld mun Gerhard halda fyrirlestur í Sessljuhúsi að Sólheimum um verk Samúels og framkvæmd viðgerða á verkunum. Fyrirlestrinum er fylgt eftir með myndasýningu og hefst kl. 19:30 og stendru til 20:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Myndin er af safninu sem Samúel reisti. Safnið er eitt af þremur húsum sem hann reisti í Selárdal. Safnið átti að þjóna því hlutverki að sýna verk Samúels og annarra listamanna. Á þessari mynd sem tekin er snemma sumars 2005 er búið að ljúka við fyrsta áfanga viðgerða þ.e. nýtt þak og þakbrúnir fullgerðar. Sumarið 2007 var síðan lokið við að gera upp allt safnhúsið, grunnur settur undir það, veggir og skraut að utan og 28 súlur allt um kring settar á grunn og endurbættar, sumar frá grunni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
27. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verk Samúels í Selárdal endurnýjuð“, Náttúran.is: 27. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/27/verk-samels-selrdal-endurnju/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. ágúst 2007