N1 hefur hafið sölu á Biodísel
Um nokkra hríð hefur N1 undirbúið það að geta boðið upp á Biodísel á þjónustustöðvum sínum. Nýlega voru síðan opnaðar dælur fyrir Biodísel á þremur N1 þjónustustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og stefnt er að því að hafa þær víðar. Biodísel er nú í boð á þjónustustöðvunum við Hringbraut, Skógarsel og Reykjavíkurveg.
Nokkur fyrirtæki hafa keyrt á Biodísel undanfarið við mjög góða reynslu en í nágrannalöndum okkar hefur Biodísel löngu rutt sér til rúms sem leið til að gera útblástur frá diselbifreiðum vistvænni.
Biodísel er lífrænt endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið er úr jurtaolíum. Biodísel er blandað í venjulega díselolíu en íblöndunin er 5% af Biodísel í díselolíu. Biodísel er ódýrasti endurnýjanlegi orkugjafinn fyrir bíla á markaðnum í dag.
Aðrir kostir Biodísel eru:
- Biodísel mengar minna og smyr betur
- Koltvísýringslosun minnkar verulega
- Biodísel myndar minna af hættulegum efnum við bruna
- Smurgeta eykst umtalsvert
Sjá umhverfisstefnu N1.
Sjá nánar um eldsneyti í húsinu og umhverfinu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „N1 hefur hafið sölu á Biodísel“, Náttúran.is: 25. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/25/n1-hefur-hafio-solu-biodisel/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.