Stefnumót um umhverfis- og auðlindaákvæði í stjórnarskrám
Á 12. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um umhverfis- og auðlindaákvæði í stjórnarskrám. Á fundinum mun Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti, svara spurningunni hverju stjórnarskrárvernd umhverfisins breyti. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, flytur erindi undir yfirskriftinni: ,,Í hvaða sæti setjum við umhverfið?"
Frumvarp til breytinga á íslensku stjórnarskránni hefur verið lagt fram og í 1. gr. þess er ákvæði um auðlinda og umhverfismál. Hægt er að nálgast frumvarpið á heimasíðu Alþingis.
Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 18. mars 2009 kl. 12:00 til 13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.
Frumvarp til breytinga á íslensku stjórnarskránni hefur verið lagt fram og í 1. gr. þess er ákvæði um auðlinda og umhverfismál.
Birt:
13. mars 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Stefnumót um umhverfis- og auðlindaákvæði í stjórnarskrám“, Náttúran.is: 13. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/13/stefnumot-um-umhverfis-og-auolindaakvaeoi-i-stjorn/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.