Niðurstaðan í Kaupmannahöfn
Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12.00-13.30 verður haldið 16. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða. Fundurinn er haldinn í fundarsala Þjóðminjasafnsins. Fjallað verður um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og þau atriði sem sendinefnd Íslands lagði áherslu á. Þá verður vikið að mögulegum næstu skrefum í átt til alþjóðlegs samkomulags um úrbætur í loftslagsmálum, sem og þeim aðgerðum sem framundan eru hjá íslenskum stjórnvöldum.
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu og fulltrúi í samninganefnd Íslands á COP15, fjallar um samningaferlið í aðdraganda Kaupmannahafnarráðstefnunnar, þá niðurstöðu sem þar fékkst og þau skref sem framundan eru.
Ingibjörg Davíðsdóttir, deildarstjóri skrifstofu mannréttinda og jafnréttismála í utanríkisráðuneytinu, segir frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld lögðu á að sjónarmið beggja kynja fengju hljómgrunn í hugsanlegum samningi til úrbóta í loftslagsmálum.
Allir velkomnir!
Grafík: Eftirmynd af einu af skiltunum sem sáust við mótmæin í Kaupmannahöfn á dögunum, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Niðurstaðan í Kaupmannahöfn“, Náttúran.is: 6. janúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/01/06/niourstaoan-i-kaupmannahofn/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.