Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi
40% ökumanna á Laugaveginnum í miðborg Reykjavíkur keyra þar í gegn án erindis eða til að sækja vinnu. Tæplega annar hver bílstjóri (45%) sem keyrir Laugaveginn í miðborg Reykjavíkur á erindi í verslun, á veitingastað eða leitar eftir annarri þjónustu þar. Aðrir ökumenn fara þar um til að njóta mannlífs, skoða í glugga eða eiga beinlínis heima við götuna. 1.245 voru spurðir.
Þetta kemur fram í ferðavenjukönnun sem gerð var á vegum Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar þar sem ökumenn voru spurðir „Hvert er erindi þitt á Laugaveginn í dag?“ Framkvæmdin var á þann veg að spurt var fyrir framan bílastæðahúsið Stjörnutorg og að gatnamótum Barónsstígs fimmtudaginn 20. ágúst milli klukkan 13.00-17.00.
Nýlega var önnur ferðavenjukönnun gerð, á vegum samgönguskrifstofu sviðsins, þar sem vegfarendur voru taldir og þar kom meðal annars fram að hlutfall bifreiða á fimmtudegi miðað við gangandi og hjólandi var tæplega 30% á Laugveginum. Seinni könnunin sýnir nú að 45% þeirra eigi þar viðskipti.
Tilefni þessarar könnunar er tilraun sem gerð verður 5. september um að loka Laugaveginum dagspart í miðborginni fyrir bifreiðum og gefa gangandi vegfarendum kost á að leggja alla götuna undir sig.
Lista- og skemmtidagskrá hefur einnig verið skipulögð af þessu tilefni, laugardaginn fimmta milli kl. 14.00 og 17.00 þar sem fram mun koma tónlistarfólk og aðrir listamenn. Dagskráin verður kynnt innan tíðar.
Þetta kemur fram í ferðavenjukönnun sem gerð var á vegum Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar þar sem ökumenn voru spurðir „Hvert er erindi þitt á Laugaveginn í dag?“ Framkvæmdin var á þann veg að spurt var fyrir framan bílastæðahúsið Stjörnutorg og að gatnamótum Barónsstígs fimmtudaginn 20. ágúst milli klukkan 13.00-17.00.
Nýlega var önnur ferðavenjukönnun gerð, á vegum samgönguskrifstofu sviðsins, þar sem vegfarendur voru taldir og þar kom meðal annars fram að hlutfall bifreiða á fimmtudegi miðað við gangandi og hjólandi var tæplega 30% á Laugveginum. Seinni könnunin sýnir nú að 45% þeirra eigi þar viðskipti.
Tilefni þessarar könnunar er tilraun sem gerð verður 5. september um að loka Laugaveginum dagspart í miðborginni fyrir bifreiðum og gefa gangandi vegfarendum kost á að leggja alla götuna undir sig.
Lista- og skemmtidagskrá hefur einnig verið skipulögð af þessu tilefni, laugardaginn fimmta milli kl. 14.00 og 17.00 þar sem fram mun koma tónlistarfólk og aðrir listamenn. Dagskráin verður kynnt innan tíðar.
Birt:
2. september 2009
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi “, Náttúran.is: 2. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/02/annar-hver-bilstjori-laugaveginum-erindi/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.