Félagið Matur-saga-menning efnir til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga á 20. öld, sem ber nafnið "Reykvíska eldhúsið - matur og mannlíf í hundrað ár." Sýningin opnar formlega föstudaginn 26. september næstkomandi í Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur og í hjarta miðbæjarins.

Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast henni beint eins og til dæmis ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar - Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu haldin í Iðnó, laugardaginn 27. september 2008 frá 14.00-17.00. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.

Efnt verður til hátíðarkvöldverðar í gömlum anda og reglulegar leiðsagnir verða um sýninguna þar sem braglaukar sýningargesta fá einnig að taka þátt í upplifuninni.

Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Sólveig Ólafsdóttir. Sjá vef félagsins matarsetur.is.
Hönnuður sýningarinnar er Ólafur Engilbertsson hjá Sögumidlun ehf
Birt:
25. september 2008
Tilvitnun:
Matur - Saga - Menning „Reykvíska eldhúsið“, Náttúran.is: 25. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/25/reykviska_eldhusid/ [Skoðað:4. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: