Reykvíska eldhúsið
Félagið Matur-saga-menning efnir til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga á 20. öld, sem ber nafnið "Reykvíska eldhúsið - matur og mannlíf í hundrað ár." Sýningin opnar formlega föstudaginn 26. september næstkomandi í Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur og í hjarta miðbæjarins.
Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast henni beint eins og til dæmis ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar - Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu haldin í Iðnó, laugardaginn 27. september 2008 frá 14.00-17.00. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.
Efnt verður til hátíðarkvöldverðar í gömlum anda og reglulegar leiðsagnir verða um sýninguna þar sem braglaukar sýningargesta fá einnig að taka þátt í upplifuninni.
Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Sólveig Ólafsdóttir. Sjá vef félagsins matarsetur.is.
Hönnuður sýningarinnar er Ólafur Engilbertsson hjá Sögumidlun ehf
Markmiðið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Miðstöð munnlegrar sögu efndi til söfnunarátaks á munnlegum heimildum fyrir sýninguna og ýmsir viðburðir munu tengjast henni beint eins og til dæmis ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar - Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu haldin í Iðnó, laugardaginn 27. september 2008 frá 14.00-17.00. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.
Efnt verður til hátíðarkvöldverðar í gömlum anda og reglulegar leiðsagnir verða um sýninguna þar sem braglaukar sýningargesta fá einnig að taka þátt í upplifuninni.
Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Sólveig Ólafsdóttir. Sjá vef félagsins matarsetur.is.
Hönnuður sýningarinnar er Ólafur Engilbertsson hjá Sögumidlun ehf
Birt:
25. september 2008
Tilvitnun:
Matur - Saga - Menning „Reykvíska eldhúsið“, Náttúran.is: 25. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/25/reykviska_eldhusid/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.