Hvað eru græn innkaup?
Í grænum innkaupum er reynt að koma í veg fyrir ónauðsynleg innkaup með því að skoða raunverulega þörf fyrir vöru og leita eftir öðrum lausnum. Ef það er ekki mögulegt, þá er miðað við að kaupa umhverfisvæna vöru sem er af sömu eða svipum gæðum og með svipaða virkni eins og hefðbundni valkosturinn. Tekið er tillit til samanlagðra umhverfisáhrifa á lífsferli vörunnar; frá framleiðslu vörunnar, í gegnum flutning, neyslu og að lokum förgunar hennar.
Reynslan sýnir að með því að koma á skilvirkri grænni innkaupastefnu er hægt að lækka kostnað á sama tíma og vörur sem keyptar eru, hafa minni áhrif á umhverfið. Þetta næst vegna þess að komið er í veg fyrir óþörf innkaup, sem og að óþarfur eftirfylgnikostnaður hverfur.
Í upphafi er best að byrja á fáum atriðum og einföldum, til dæmis á einni vörutegund eða kaupa vörur með umhverfis- eða orkumerkjum. Síðan er hægt að fjölga vörunum sem keyptar eru inn eftir grænu innkaupastefnunni. Gott er að leita sér aðstoðar annarra aðila sem farið hafa af stað og læra af reynslu þeirra. Einnig er rétt að spyrja birgja um umhverfisáhrif vara þeirra og fá þannig upplýsingar beint frá þeim sem og að vekja þá til umhugsunar.
Hér á síðum Náttúrunnar er að finna gríðarlegt magn upplýsinga tengdum grænum innkaupum t.d. á Náttúrumarkaðiinum og í Húsinu og umhverfinu en þar má finna upplýsingar tengdar einstaka hlutum á heimilinu og fræðast um hvaða vottanir og viðmið gilda fyrir hverja vörutegund fyrir sig.
Birt:
Tilvitnun:
Staðardagskrá 21 „Hvað eru græn innkaup?“, Náttúran.is: 7. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2008/02/11/graen-innkaup/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. febrúar 2008
breytt: 7. febrúar 2009