Hversdagslegt líf - og umgjörðin um það - er til umræðu á ráðstefnu sem Norræna Ráðherranefndin og tíu norrænar stofnanir halda á Hótelinu Niels Juel í Köge rétt fyrir utan Kaupmannhöfn í Danmörku 4. og 5. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan er hin fyrsta af fjórum ráðstefnum þar sem fjallað er um nýtingu náttúru og menningarminja.

Ráðstefnan er einkum ætluð sveitarfélögum og opinberum stofnunum sem hafa hlutverk og áhrif á þá stjórnsýslu sem tengist menningararfi og náttúru. Sérstök áhersla verður á skipulagsmál , áhrif þessara þátta á þau og hvernig nýta má menningararf og náttúru í skipulagi til að auka lífsgæði fólks.

Ráðstefnugjald fyrir dagana tvo, með mat og gistingu í eina nótt, er 1800 DKR. Nánari upplýsingar fást hjá Kulturarvstyrelsen , Louise Straarup-Hansen, lostra@kulturarv.dk og á heimasíðu verkefnisins : www.raa.se/naturochkulturarv.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 30. september til að vera öruggur um hótelpláss. Einnig er mögulegt að sækja um styrk til þátttöku á ráðstefnunni.

Birt:
29. september 2009
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Norræn ráðstefna um gæði hversdagsins“, Náttúran.is: 29. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/29/norraen-raostefna-um-gaeoi-hversdagsins/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: